Það eru margar áskoranir í rekstri gististaða og ekki hægt að sjá þær allar fyrirfram, en það er hægt að vera undirbúinn.

Þar komum við til aðstoðar með reynslu okkar og þekkingu til að gera þinn gististað arðbæran og leiðandi.

Hvort sem þú ert með stóran eða smáan gististað og hvort sem þú ert að opna gististað eða ert með gististað í rekstri, þá aðstoðum við þig.

Láttu sérfræðingana aðstoða þig. Hafðu samband í dag og og fáðu fría úttekt!

Hlökkum til að vinna með þér!

“It is wisdom to profit by yesterday’s mistakes. It is fatal to hang onto yesterday’s victories. You limit yourself. The future should be expanding. Yesterday’s experiences are the foundation on which you build today.”
Conrad Hilton, stofnandi Hilton Hotels

Panel 1

Hótelráðgjöf

Rekstur gististaða er langhlaup og við leggjum áherslu á að vinna vel og vandlega með langtíma-markmið í huga.

Fyrir þá gististaði sem vilja vinna fagmannlega til að ná árangri í rekstrinum, þá aðstoðum við þig.

Við aðstoðum m.a. við eftirfarandi :

 1. Úttekt á gististaðnum og tillögur að skammtíma- og langtímaáætlun með útfærslum
 2. Aðstoð við að finna kjarnahæfni gististaðarins, veikleika og styrkleika, ógnir og tækifæri. Stefnumörkun
 3. Benchmarking, staðsetningu gististaðarins á markaðnum
 4. Tenging við verðsamanburðarsíður
 5. Starfsmannaþörf og starfslýsingar
 6. Aðstoð við ráðningar
 7. Uppsetningu og tengingu við ferðaheildsala
 8. Aðstoð við vöruþróun
 9. Aðstoð við samfélagsmiðla
 10. Mánaðarlegan fund til að fara yfir stöðu áætlana & tekjustjórnun
 11. Grunnþjálfun í hótelrekstri fyrir þig og lykilstarfsmenn
 12. Aðstoð við að finna rétta birgja og vörur sem henta þínum rekstri
 13. Eftirfylgni
 14. Neyðarnúmer sem hægt er að hringja í hvenær sem er

Engir tveir gististaðir eru eins. Við bjóðum þér sérsniðna þjónustu sem hentar þínum rekstri og sem þú vilt leggja áherslu á. Fjöldi herbergja skiptir heldur ekki máli því við viljum aðstoða þig.

Taktu skrefið í dag og hafðu samband í dag.

Panel 2

Þinn ávinningur

 • Hærri nýting, meðalverð og tekjur per herbergi með hnitmiðaðri tekju- og sölustýringu.
 • Hærri markaðshlutdeild en samkeppnisaðilarnir.
 • Notkun fjölbreyttari dreifileiða til að hámarka tekjur af öllum mörkuðum.
 • Viðhalda góðum samskiptum við viðskiptavini og aukin tryggð.
 • Betri upplifun gesta og fleiri jákvæðar umsagnir.
 • Bætt framsetning gististaðarins á bókunarsíðum, verðsamanburðarsíðum og á samfélagsmiðlum sem leiðir af sér betri ímynd og fleiri bókanir.
 • Betra aðhald í útgjöldum til að ná fram betri rekstrarniðurstöðu.
 • Meiri straumlínulögun í rekstrinum, lægri kostnaður.

Hingað til hafa flestir smærri eða meðalstórir gististaðir talið nóg að hafa gististaðinn skráðan á einni eða tveimur hótelbókunarsíðum.

Það getur verið alveg nóg þegar eftirspurnin er meiri eftir herbergjum heldur en framboðið. Í dag er ástandið öðruvísi og miklu fleiri herbergi eru í boði en gestir sem vilja gista. 

Með okkar aðstoð er mögulegt að fá bókanir sem annars aðrir myndu fá.

Með fjölbreyttri dreifingu er hægt að ná ásættanlegu meðalverði. Margir gististaðir neyðast til að elta verð annarra gististaða þar sem þeir hafa ekki fjölbreytta dreifingu, en það eykur líkur á lægri tekjum og lægri nýtingu. Með okkar þjónustu koma fleiri bókanir með lengri fyrirvara sem eykur líkurnar á ásættanlegu meðalverði og hærri tekjum.

Það er hægt að sleppa tilboðum eða fækka þeim. Margir gististaðir eru með tilboð í gangi en gleyma því að þessi tilboð lækka meðalverðið. 

Það sem skiptir mestu máli er framlegð, þ.e. tekjur mínus þóknunarkostnaður samanlagt af öllum bókunarleiðum.

Óbein afleiðing innleiðingar fjölbreyttari dreifileiða er fjölgun beinna bókana, þ.e. bókun í gegnum heimasíðu gististaðarins sem er án þóknunar.

Allar hótelkeðjur og vel rekin hótel hafa fjölbreyttar dreifileiðir því þau vilja ekki láta aðra gististaði fá bókanirnar sem þau gætu annars fengið. Það er ein ástæða þess að nýting hótela innan keðju er hærri og skilar betra meðalverðverði.

Ekki láta aðra gististaði fá bókanir sem þú gætir annars fengið.

Panel 3

Mini Hotel PMS

Taktu stjórnina
Með Mini Hotel PMS getur þú skipulagt vinnuna þína og lágmarkað mistök með að stjórna verðlagningu og framboði á hótelbókunarsíðum.
Mini Hotel PMS aðstoðar þig einnig við að koma í veg fyrir kostnaðarsöm mistök með að gera sem flesta ferla sjálfvirka.

 • Hægt að vinna með krónur og aðra gjaldmiðla
 • Dagatal í rauntíma
 • Inn- og útskráningar
 • Reikningagerð og greiðslur
 • Samstilltar sölurásir (hótelbókunarsíður)
 • Hópabókanir

Kerfi sem er hannað til að auðvelda þér verkin
Mini Hotel PMS sparar þér tíma og lækkar kostnað. Stjórnaðu móttökunni og sölurásum á einfaldan hátt. Fáðu yfirlit yfir tekjustreymi, bókunarstöðu, meðalverð og það sem mestu máli skiptir, hvaðan bókanirnar koma.

Það getur verið erfitt að ná í upplýsingar en Mini Hotel PMS einfaldar þér verkið. Hægt er að ná í upplýsingar með því að smella á einn takka.

Smelltu hér fyrir meiri upplýsingar.

Panel 4

Hafa samband