Mini Hotel PMS er einfalt hótelstjórnunarkerfi sem hentar alveg einstaklega vel fyrir smærri hótel, gistiheimili og heimagistingu.

Einfaldleikinn gerir þér kleift að læra á kerfið á stuttum tíma og minnkar öll flækjustig.

Mini Hotel PMS er hýst í skýi og þú getur skráð þig inn hvar sem er og hvenær sem er.

Allar upplýsingar um hverja bókun koma fram með því einu að renna músinni yfir bókunina í dagatalinu.

Taktu stjórnina
Með Mini Hotel PMS getur þú skipulagt vinnuna þína og lágmarkað mistök með að stjórna verðlagningu og framboði á hótelbókunarsíðum.
Mini Hotel PMS aðstoðar þig einnig við að koma í veg fyrir kostnaðarsöm mistök með að gera sem flesta ferla sjálfvirka.

 • Hægt að vinna með krónur og aðra gjaldmiðla
 • Dagatal í rauntíma
 • Inn- og útskráningar
 • Reikningagerð og greiðslur
 • Samstilltar sölurásir (hótelbókunarsíður)
 • Hópabókanir

Kerfi sem er hannað til að auðvelda þér verkin
Mini Hotel PMS sparar þér tíma og lækkar kostnað. Stjórnaðu móttökunni og sölurásum á einfaldan hátt. Fáðu yfirlit yfir tekjustreymi, bókunarstöðu, meðalverð og það sem mestu máli skiptir, hvaðan bókanirnar koma.

Það getur verið erfitt að ná í upplýsingar en Mini Hotel PMS einfaldar þér verkið. Hægt er að ná í upplýsingar með því að smella á einn takka.

Samstilltar sölurásir
Fjölgaðu bókunum með að fjölga sölurásum hvort sem það eru hótelbókunarsíður, GDS eða verðsamanburðarsíður. Stjórnaðu framboði, verði og takmörkunum á einum stað fyrir allar sölurásir. Allar bókanir koma í rauntíma.

 • Booking.com
 • Expedia
 • Agoda
 • Airbnb
 • Hotelbeds
 • Tripadvisor, aðeins framboð
 • Vacation Rentals By Owner (Vrbo), aðeins framboð
 • +300 fleiri sölurásir

Skýrslur og tölfræði
Fylgstu með þróun og frammistöðu með skýrslum. Þannig veistu betur hvað þú þarft að gera í dag og á morgun.

 • Tekjustreymi og bókunarstaða
 • 10 daga Tekjustreymi og bókunarstaða
 • Ársskýrsla sem sýnir stöðu hvers mánaðar fyrir sig
 • Komur og brottfarir
 • Sundurliðuð skýrsla eftir sölurásum
 • Sundurliðuð skýrsla eftir ferðaskrifstofum

Beinar bókanir – bókunarhnappur
Lækkaðu þjónustugjöld til hótelbókunarsíða með að hafa eigin bókunarhnapp á heimasíðunni þinni.

 • 100% sjálfvirkur
 • Hægt að nota hann hvar sem er
 • Ýmsir greiðslumöguleikir í boði
 • Hægt að selja aðra þjónustu í leiðinni
 • Hægt að bjóða ýmis verð og verðtilboð
 • Hægt að notast við afsláttarkóða

Hafðu samband við að fá kynningu. Hlakka til að heyra frá þér.