Að keppast við að selja ekki herbergin sín

Ekkert fyrirtæki getur verið í rekstri ef það selur ekki vöruna sem það bíður upp á. Það skiptir ekki máli hvort það er vara eða þjónusta.

Það geta allir verið sammála þessari fullyrðingu.

En ef ég myndi segja að mörg fyrirtæki eru með frábæra vöru en vilja ekki selja hana. Þá myndu mörg ykkar segja að þetta væri ekki sönn fullyrðing, en hún er það.

Það er fjöldi fyrirtækja í ferðaþjónustu sem hafa engan áhuga á að selja vöruna sem þau eru með í „sölu“. Mörg vilja frekar liggja á henni frekar en selja.

Hver er ástæðan? 

Margir gististaðir velja stundum aðeins tvær hótelbókunarsíður til að selja vöruna sína og gera allt til þess að vera hvergi annars með vöruna í sölu. Þau gera það þrátt fyrir að eftirspurn væri eftir vörunni annars staðar ef hún væri þar til sölu.

Þau velja frekar að „gefa“ herbergin en að bæta við sölurásum fyrir herbergin.

Flestir gististaðir eru með frábæra vöru sem auðvelt er að selja. Flöskuhálsinn í sölunni eru oft eigendur og hagsmunaaðilar sem vilja ekki selja herbergin sín ef það er ekki í gegnum hótelbókunarsíðurnar tvær.

Eigendurnir eru þá orðnir sölumenn fyrir hótelbókunarsíðurnar frekar en sölumenn gististaðarins.

Það verður að breyta hugarfarinu yfir í að vilja selja herbergin öllum þeim sem vilja kaupa hana á sem besta verði. Nafnið á sölurásinni skiptir ekki máli ef hún stendur sig vel og selur herbergin.

Þegar ég starfaði ég sem hótelstjóri, þá leitaði ég sérstaklega upp fyrirtæki sem enginn þekkti því þá sat ég einn um að selja herbergi á ákveðnu svæði. Þetta gekk framar vonum.

Að selja herbergin einvörðungu á þeim stað þar sem allir aðrir gististaðir eru gerir ekkert fyrir gististaðinn nema að vera meðalgististaður með tekjur undir því sem annars er hægt að ná.

Fjölgun sölurása hefur jákvæða áhrif á fjölgun beinna bókana, þ.e. í gegnum bókunarhnapp gististaðarins.

Hvernig væri að taka skrefið og fara að selja herbergin sem standa auð. Því fyrr sem þú fyllir gististaðinn af gestum þeim mun fyrr skilar hann ásættanlegum tekjum.

Eftir Covid-19 er ekki eftir neinu að bíða. Samkeppnin sefur ekki.

Við hjá Hospitality.is veitum þér alla ráðgjöf og hlökkum til að heyra frá þér.