Ertu með heimagistingu og vilt hafa meiri tekjur?

Þegar við ákveðum að leigja út íbúð til ferðamanna þá viljum við helst hafa hlutina einfalda og ekkert flækjustig. Þess vegna ákveða margir að nota aðeins einn bókunarmöguleika, t.d. Airbnb. Ástæðan er sú að það er flókið og tímafrekt að halda utan um margar bókunarsíður þegar það er kannski aðeins ein íbúð í boði. Þetta gerir íbúðarleigjendur háða einni bókunarsíðu. Verðin á bókunarsíðunni verða að vera samkeppnishæf og þrýsingur er á að taka þátt í öllu því sem aðrir seljendur eru að taka þátt í t.d. að bjóða tilboðsverð og/eða greiða hærri þóknunarkostnað til að vera ofar á síðunni. Þetta gerir það oft að verkum að í staðin fyrir að slappa af og taka á móti bókunum, þá er verið að fylgjast með verðum oft á dag, sérstaklega ef fáar eða engar bókanir koma inn. Við afsökum þessar fáu bókanir og lágu verð með því að segja að markaðurinn sé erfiður og framboð af gistingu sé of mikið. Til þess að vera viss um að þú fáir þær bókanir sem þú vilt, þá er alltaf betra að vera á fleiri en einni bókunarsíðu. Það skiptir ekki máli hvort þú ert aðeins með eina eða nokkrar íbúðir í sölu. 

Margir telja að þetta sé oft dýrt og það þurfi fullt af hugbúnaði, t.d. hótelstjórnunarkerfi en Það er ekki raunin. Í dag eru til mjög einfaldar lausnir sem skapa ekki meiri vinnu en heldur eykur tekjur. Channel manager (rásastýring) er einfaldur hugbúnaður sem stýrir framboði og verði á hinum ýmsu bókunarsíðum. Það er mjög einfalt að tengja hann við bókunarsíður. Ef þú ert með eina íbúð í útleigu, þá breytir hann framboði og verðum á öllum bókunarsíðunum sem eru tengdar við rásastýringuna. Þetta er eins og að nota eina bókunarsíðu en sýnileikinn er margfalt meiri og eykur því möguleikann á því að selja íbúðina á fleiri dögum en ella og á ásættanlegu verði.

Þetta virðist flókið en það er það ekki. Þú þarft ekki að þekkja tæknihliðina á þessu, við sjáum um það fyrir þig. Þú þarft aðeins að ráða verðinu á íbúðinni og taka á móti gestum og greiðslum.

Í dag er verið að selja ýmsar lausnir, gamlar og nýjar. Það er alltaf gott að fá ráðleggingar um það hvað hægt sé að gera án þess að hækka kostnað mikið, þ.e. að tekjurnar sem verða til verðskuldi kostnaðinn. Það er óþarfi að búa til kostnað sem býr ekki til hærri tekjur. 

Með bókunarhnappi á heimasíðunni getur þú selt íbúðina á sama verði eins og á bókunarsíðu en þú þarft ekki að greiða nærri því eins háan þóknunarkostnað. Uppsetningin er einföld. Þú getur meira að segja haft bókunarhnappinn á Facebook síðu íbúðarinnar.

Með því að tengja íbúðina við fleiri bókunarsíður og hafa bókunarhnapp á heimasíðunni og á Facebook þá lækkar hlutfallslegur kostnaður við hverja bókun.

Hafðu samband í dag og sjáðu hvað við getum gert fyrir þig.

Stefán Júlíusson
www.hospitality.is