Fjölgun bókunarleiða – Leiðin áfram

Það eru fordæmalausir tímar í ferðaþjónustu á Íslandi og í heiminum. 

Vegna lítillar eftirspurnar erlendis frá eftir gistingu í sumar þá kepptust gististaðir við að fá fleiri bókanir frá Íslendingum og öðrum búsettum á landinu. Margir tóku við bókunum í gegnum síma, með tölvupósti eða í gegnum bókunarhnapp á heimasíðu sinni. Það sýndi sig þó að margir gististaðir eru ekki með bókunarhnapp á heimasíðunni og jafnvel eru þeir ekki heldur með heimasíðu. Að öllu jöfnu greiða gististaðir mun minni þóknunarkostnaður þegar bókað er í gegnum heimasíðu gististaðarins í stað hótelbókunarsíða(OTA). Þess vegna er mikilvægt að bæta úr því í framtíðinni. Margir gististaðir urðu varir við að eitthvað var um að íslensku gestirnir greindu ekki á milli hvort þeir bókuðu beint á heimasíðum gististaðanna eða hótelbókunarsíðum(OTA).

Kauphegðun viðskiptavina hefur verið að breytast og COVID-19 hefur hraðað þeirri þróun. Hópferðum mun fækka og munu ferðamenn vilja í meira mæli ferðast á eigin vegum í framtíðinni. Erlendir ferðamenn þekkja ekki landið vel og þess vegna munu þeir leita til ferðaskrifstofa af öllum stærðum og gerðum til að bóka alla ferðina eða hluta hennar, t.d. flug, bílaleigubíll og/eða gistingu á mismundandi stöðum. Þessa breyttu kauphegðun staðfesta kannanir sem hafa verið gerðar, t.d. af Amadeus.

Erlendar ferðaskrifstofur og fyrirtæki bóka herbergi í gegnum sérhæfð bókunarkerfi. Þessi sérhæfðu bókunarkerfi geta til dæmis verið ferðaheildsalar (Travel Wholesaler) eða GDS (Global Distribution System), svo dæmi séu tekin. Þegar einstaklingar bóka herbergi í gegnum verðsamanburðarsíður(Metasites) þá er verið að styðjast við sérhæft bókunarkerfi og hótelbókunarsíður (OTA). Ferðaskrifstofur nota ferðaheildsala í miklum mæli til að bóka hótelherbergi, annað hvort sem hluta af pakka eða þá fyrir einstaklinga.

Með meiri sýnileika gististaðar og möguleikanum fyrir ferðamenn til að bóka gistingu aukast, þá aukast einnig líkurnar á að sá gististaður verði fyrir valinu umfram aðra. Það er hægt að fjölga bókunarleiðum með einföldum hætti án þess að kostnaður aukist. Það sem þarf er vilji. Sérfræðingar í rekstri gististaða geta innleitt þessar bókunarleiðir á skömmum tíma.

Í gegnum árin hef ég oftar en einu sinni tekið eftir því að eigendur gististaða og hugbúnaðarfyrirtæki hafi verið á móti því að fjölga bókunarleiðum. Ástæðuna er erfitt að greina nema hvað þá einna helst er þetta vanþekking eða óttinn við hið óþekkta. Eigendur eru margir hverjir ekki sókndjarfir og hugbúnaðarfyrirtæki hafa almennt ekki mikla þekkingu á markaðsfærslu gististaða.

Í núverandi ástandi, munu margir gististaðir ekki lifa af nema að þeir geri sig sýnilegri. Leiðirnar sem eru í boði eru hvorki áhættusamar né óreyndar. Þær eru þvert á móti þekktar og traustar. Aukinn fjöldi bókunarleiða er ein besta og ódýrasta lausnin til að fjölga bókunum, auka tekjur og draga úr áhættu. Nú er besti tíminn til að taka af skarið og fjölga þeim. Grípið tækifærin.

Stefán Júlíusson
www.hospitality.is